Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis 21. apríl 2011 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar.Fréttablaðið/Stefán Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent