Konur með yfirhöndina á samskiptavefjum 4. maí 2011 07:00 Stúlkur spila leiki á netinu og í smátækjum, en síður í leikjatölvum og venjulegum. Nordicphotos/Getty Images Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká Leikjavísir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká
Leikjavísir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira