Gói, Þröstur og eldfærin Arndís Þórarinsdóttir skrifar 9. maí 2011 15:00 Leiklist Eldfærin. Sýnt í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Baunagrasið. Höfundur: H.C. Andersen. Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. Á sviðinu standa Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leósson hlið við hlið og gefa hvor öðrum ekkert eftir. Þeir stíga fram undir eigin nöfnum áður en sýningin hefst og víkja svo með reglulegu millibili frá hlutverkum sínum og ávarpa áhorfendur. Gói leikur dátann sem sagan hverfist um en Þröstur sinnir öllum öðrum verkum á sviðinu – og er sérlega eftirminnilegur í hlutverki eimreiðar. Þeir eiga jafnan þátt í því að skapa strax náið samband við leikhúsgesti sem endist alla sýninguna. Þó að tugir áhorfenda sitji á mörgum bekkjum á stóra sviði Borgarleikhússins tekst þeim félögum að skapa nána stemningu í salnum. Þessi sýning hafði í rauninni flest það til að bera sem prýða má góða barnasýningu. Nokkur frumsamin lög eru í sýningunni, sem voru ljómandi skemmtileg. Rödd Góa var mögnuð aðeins í flutningi þeirra, en þó aldrei svo mikið að það truflaði, og undirleikurinn sem fluttur var af bandi var mjög áferðarfallegur. Búningarnir voru litríkir og leikmyndin fjölbreytt. Leikgerð Góa var ágæt, textinn var fjörlegur og sniðugur án þess að verða nokkurn tímann bjánalegur og eins og í öllum góðum barnasýningum komu reglulega smellnar athugasemdir eða vísanir sem fengu þá fullorðnu til að skella upp úr. Saga H.C. Andersen hefur síðan ýmsa vinkla sem má vel halda áfram að ræða eftir að heim er komið. Sýningarlengdin var líka ágæt, ekki nema 45 mínútur. Sýningin verður nokkuð skelfileg á köflum – sér í lagi þegar dátinn fer á vit hundanna þriggja með augun stóru og drepur svo gömlu nornina sem sendi hann í þetta ævintýri. Það er því vert að vara við því að láta ekki undan freistingunni að fara með of ung börn á sýninguna – sennilega munu þau sem eru farin að nálgast fjögurra ára aldurinn og eldri njóta hennar best, þó að yngri ofurhugar geti eflaust haft hana af í öruggu fangi. Það væri vel mögulegt að fara með þessa sýningu í önnur hús og hér mátti glöggt sjá að sýning þarf ekki að vera fábrotin til þess að vera færanleg. Vonandi eiga þeir Þröstur og Gói eftir að bregða sér eitthvað af bæ með Eldfærin sín. Tvíeykið mun hyggjast setja fleiri ævintýri á svið, sem hlýtur að teljast ótvírætt tilhlökkunarefni. Niðurstaða: Fantafín skemmtun þar sem fagmennskan er hvarvetna í fyrirrúmi. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Leiklist Eldfærin. Sýnt í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Baunagrasið. Höfundur: H.C. Andersen. Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. Á sviðinu standa Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leósson hlið við hlið og gefa hvor öðrum ekkert eftir. Þeir stíga fram undir eigin nöfnum áður en sýningin hefst og víkja svo með reglulegu millibili frá hlutverkum sínum og ávarpa áhorfendur. Gói leikur dátann sem sagan hverfist um en Þröstur sinnir öllum öðrum verkum á sviðinu – og er sérlega eftirminnilegur í hlutverki eimreiðar. Þeir eiga jafnan þátt í því að skapa strax náið samband við leikhúsgesti sem endist alla sýninguna. Þó að tugir áhorfenda sitji á mörgum bekkjum á stóra sviði Borgarleikhússins tekst þeim félögum að skapa nána stemningu í salnum. Þessi sýning hafði í rauninni flest það til að bera sem prýða má góða barnasýningu. Nokkur frumsamin lög eru í sýningunni, sem voru ljómandi skemmtileg. Rödd Góa var mögnuð aðeins í flutningi þeirra, en þó aldrei svo mikið að það truflaði, og undirleikurinn sem fluttur var af bandi var mjög áferðarfallegur. Búningarnir voru litríkir og leikmyndin fjölbreytt. Leikgerð Góa var ágæt, textinn var fjörlegur og sniðugur án þess að verða nokkurn tímann bjánalegur og eins og í öllum góðum barnasýningum komu reglulega smellnar athugasemdir eða vísanir sem fengu þá fullorðnu til að skella upp úr. Saga H.C. Andersen hefur síðan ýmsa vinkla sem má vel halda áfram að ræða eftir að heim er komið. Sýningarlengdin var líka ágæt, ekki nema 45 mínútur. Sýningin verður nokkuð skelfileg á köflum – sér í lagi þegar dátinn fer á vit hundanna þriggja með augun stóru og drepur svo gömlu nornina sem sendi hann í þetta ævintýri. Það er því vert að vara við því að láta ekki undan freistingunni að fara með of ung börn á sýninguna – sennilega munu þau sem eru farin að nálgast fjögurra ára aldurinn og eldri njóta hennar best, þó að yngri ofurhugar geti eflaust haft hana af í öruggu fangi. Það væri vel mögulegt að fara með þessa sýningu í önnur hús og hér mátti glöggt sjá að sýning þarf ekki að vera fábrotin til þess að vera færanleg. Vonandi eiga þeir Þröstur og Gói eftir að bregða sér eitthvað af bæ með Eldfærin sín. Tvíeykið mun hyggjast setja fleiri ævintýri á svið, sem hlýtur að teljast ótvírætt tilhlökkunarefni. Niðurstaða: Fantafín skemmtun þar sem fagmennskan er hvarvetna í fyrirrúmi.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira