Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum 10. maí 2011 06:30 Hreindýr Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRéttablaðið/Vilhelm Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira