Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota 11. maí 2011 05:00 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft undan við rannsóknir á öllum þeim fjölda ofbeldisbrota sem kærð hafa verið til hennar á undanförnum mánuðum. Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuðum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lögreglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rannsókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mánuði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi.- jss
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira