Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming 12. maí 2011 05:45 Þverárfellsréttir Evrópusambandið flytur inn nálægt 300 þúsund tonnum af kjöti árlega og því myndi rúmlega tvö þúsund tonna aukning innflutnings héðan ekki vera nema sem dropi í hafið.Fréttablaðið/Valli Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira
Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira