Vilja að Vatnsberinn verði í Austurstræti 12. maí 2011 06:45 Vatnsberinn í Austurstræti „Þar sem borgarstjóri hefur bæði óskað eftir styttu af konu í miðbæinn og lýst yfir áhuga á að færa Vatnsberann má hér alla vega slá þrjár flugur í einu höggi,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar.Samsett mynd/Vilhelm Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira