Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld 17. maí 2011 21:00 Nordicphotos/Getty Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira