Gæti bætt lánshæfismatið 13. maí 2011 05:30 Jón Bjarki Bentsson „Það er fylgni á milli þess þegar Seðlabankinn kaupir aftur erlend skuldabréf ríkissjóðs og þess að álagið lækkar," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka. Skuldatryggingarálag á ríkissjóð hefur lækkað jafnt og þétt frá því að Seðlabankinn keypti evrubréf fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku. Það stendur nú í 214 stigum og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan júní fyrir tæpum þremur árum. Hæst fór álagið í tæp 1.500 stig í bankahruninu 10. október 2008. Álagið nú merkir að það kostar 2,14 prósent af nafnvirði skuldabréfa til fimm ára að tryggja þau gegn greiðslufalli. Þegar verst lét var álagið um fimmtán prósent. Skuldabréfin sem Seðlabankinn keypti að hluta eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Þau voru upphaflega jafnvirði 204 milljarða króna að nafnvirði. Bankinn hefur verið að kaupa bréfin jafnt og þétt. Eftir síðustu kaup standa eftir bréf upp á 73 milljarða króna. Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa á dögunum sagði að kaupin ættu jafnframt að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækjum þegar þau endurskoðuðu næst lánshæfismat Íslands. Eitt matsfyrirtæki hefur sett lánshæfismatið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki þar fyrir ofan hann.- jab Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Það er fylgni á milli þess þegar Seðlabankinn kaupir aftur erlend skuldabréf ríkissjóðs og þess að álagið lækkar," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka. Skuldatryggingarálag á ríkissjóð hefur lækkað jafnt og þétt frá því að Seðlabankinn keypti evrubréf fyrir 57 milljarða króna í síðustu viku. Það stendur nú í 214 stigum og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan júní fyrir tæpum þremur árum. Hæst fór álagið í tæp 1.500 stig í bankahruninu 10. október 2008. Álagið nú merkir að það kostar 2,14 prósent af nafnvirði skuldabréfa til fimm ára að tryggja þau gegn greiðslufalli. Þegar verst lét var álagið um fimmtán prósent. Skuldabréfin sem Seðlabankinn keypti að hluta eru á gjalddaga á þessu ári og því næsta. Þau voru upphaflega jafnvirði 204 milljarða króna að nafnvirði. Bankinn hefur verið að kaupa bréfin jafnt og þétt. Eftir síðustu kaup standa eftir bréf upp á 73 milljarða króna. Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa á dögunum sagði að kaupin ættu jafnframt að hafa jákvæð áhrif hjá matsfyrirtækjum þegar þau endurskoðuðu næst lánshæfismat Íslands. Eitt matsfyrirtæki hefur sett lánshæfismatið í ruslflokk og hin tvö eru með það einu haki þar fyrir ofan hann.- jab
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira