Kjötframleiðsla gæti aukist um fimmtung 13. maí 2011 07:00 „Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
„Bændur segjast á næstu fimm árum treysta sér til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent," segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Vegna horfa á auknum útflutningi segir hann möguleika til aukinnar framleiðslu hafa verið til umræðu á fundum með bændum. Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi (þar af voru 8.277 tonn lambakjöt). Fimmtungsframleiðsluaukning myndi því þýða að hér yrðu framleidd rétt tæp ellefu þúsund tonn af kindakjöti. Innan þeirrar aukningar myndi því rúmast sú 2.200 tonna útflutningstollkvótaaukning sem sláturleyfishafar hafa farið fram á að Íslendingar semji um við Evrópusambandið. Í fyrra var hins vegar alls flutt út 3.571 tonn af heildarframleiðslunni, eða tæp 39 prósent. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman," segir hann.Sindri SigurgeirssonBændur segir Sindri hins vegar mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft." Þá segir Sindri bændur ræða mikið um nauðsyn þess að sláturleyfishafar eigi í samstarfi um útflutning kjöts úr landi. „Við leggjum áherslu á að heimamarkaði sé sinnt fullkomlega. Svo geta hlutir náttúrlega farið á versta veg, krónan getur styrkst, eftirspurn breyst og allt hrunið á einni nóttu," segir hann og vísar til mögulegra áfalla á borð við fregnir af díoxínmengun og annað slíkt. „Menn þurfa að vera við öllu búnir og mikilvægt er að anda með nefinu í þessu eins og öðru." Núna sjái íslenskir bændur hins vegar sóknarfæri í að koma íslensku lambakjöti á framfæri í þeim samdrætti sem nú sé á heimsmarkaði. Lykillinn að varanlegum árangri í því sé að marka íslensku kjöti sérstöðu. „Þá kemur ekkert annað kjöt í staðinn fyrir það." olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. 13. maí 2011 03:30