Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns 13. maí 2011 04:30 rangt að hækka skatta í miðri kreppu Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að allt hefði átt að gera til að koma fólki í vinnu. Þess í stað hafi bótakerfið verið styrkt og álögur á fyrirtæki verið auknar. Afleiðingin verði sú að atvinnuleysi aukist. Fréttablaðið/Anton Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira
Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira