Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu 14. maí 2011 09:00 mengunarvaldur Strax árið 1997 var rætt um að kanna díoxínmengun í umhverfinu. Sú könnun stendur nú yfir vegna Funamálsins. Nordicphotos/AFP Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur, sem birt var í vikunni, kemur fram að á árunum fyrir 2000 hófst mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að meta mengun af völdum díoxíns í íslenskri náttúru. Sumarið 1997 óskaði umhverfisráðuneytið eftir greinargerð frá Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, um hugsanlega díoxínmengun frá málmbrennslum á Íslandi. Ástæðan var skýrsla um mælingar á mengun á norðurheimsskautssvæðinu þar sem látið var að því liggja að díoxínmengun þar gæti átt uppruna sinn að rekja hingað til Íslands. Hollustuvernd taldi ekki ástæðu til að ætla að svo væri en hins vegar væri full ástæða til víðtækrar úttektar á menguninni frá íslenskum fyrirtækjum. Voru þar sorpbrennslur tilgreindar sem helsti mengunarvaldurinn. Ráðuneytið óskaði eftir tillögum frá Hollustuvernd um úttekt og kostnaðaráætlun. Hann var metinn fimmtán milljónir fyrir mælingar á landi, sjó og í lofti fyrir allt landið. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, segir ljóst að stjórnvöldum hafi verið í lófa lagið að ganga úr skugga um hversu mikil díoxínmengunin væri frá sorpbrennslunum. „Kostnaðurinn við það er ekki svo mikill að hann geti talist fyrirstaða. Ef það hefði verið gert fyrir árið 2000, þegar slík rannsókn á landsvísu var mest til umræðu, hefði það getað breytt áherslum umhverfisyfirvalda. Það kemur hins vegar fyrst í ljós árið 2011 hvort við sluppum fyrir horn eða hvort við þurfum að taka okkur verulega á og endurskoða þessa hluti frá grunni." Samkvæmt gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum lognaðist umræða um nauðsyn díoxínmælinga út af á aldamótaárinu. Þess í stað lögðu umhverfisyfirvöld ofuráherslu á að sækja um undanþágu frá tilskipun ESB um sorpbrennslu, en gögn sýna að ráðuneytið hóf þá vinnu árið 1997; á sama tíma og Hollustuvernd biðlaði til stofnunarinnar um rannsókn á díoxínmengun. Það er mat Ríkisendurskoðunar að ráðuneytið hafi brugðist í málinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira