Forrík hjólabrettagoðsögn og hvers manns hugljúfi 14. maí 2011 16:00 xx Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira