Hlutskipti sprautufíkla og útbreiðsla læknadóps: Ömurleg þróun Bergsteinn Sigurðsson skrifar 27. maí 2011 07:00 Undanfarna viku hefur Kastljós RÚV, í samstarfi við Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann, birt úttekt á hlutskipti ungra fíkla á Íslandi og útbreiðslu svonefnds læknadóps þeirra á meðal. Þetta er nöturleg umfjöllun og gefur litla ástæðu til bjartsýni. Viðtöl Jóhannesar við virka fíkla og sláandi myndskeið af því þegar þeir sprauta sig sýna vel þá helstefnu sem líf þeirra sem ánetjast vímuefnum tekur. Allir sem rætt hefur verið við eru á einu máli um að aðgengi að hörðum efnum, sér í lagi læknadópi, hafi aukist og að sprautufíklarnir verði sífellt fleiri og yngri, með tilheyrandi útbreiðslu fylgifiska á borð við HIV, lifrarbólgu C, geðraskanir og fleira. Brotalamirnar í kerfinu virðast margar og alvarlegar; hvernig má til dæmis vera að sami einstaklingurinn geti fengið uppáskrifað hjá lækni morfínlyf í miklu meira magni en hann þarf á að halda, jafnvel hjá sitt hvorum lækninum sama daginn? Stærsti vandinn gagnvart þessari meinsemd er þó líklega fólginn í uppgjöfinni gagnvart henni, sem er alls ekki bundin við kerfið heldur samfélagið allt. Það er hráslagaleg staðreynd að líf þeirra sem ánetjast hörðum fíkniefnum eru ekki mikils metin. Þeir eru ekki aðeins afgangsstærð, heldur beinlínis til ama, svo langt leiddir að þeir komast ekki einu sinni í flokk „ógæfufólks" heldur er notað um þá annað orð sem sneiðir hjá allri mennsku: fíkill. Styrkur umfjöllunar Jóhannesar og Kastljóss er ekki síst fólginn í því að minna okkur á að bak við þetta hugtak, fíkill, er manneskja. Einn óhugnanlegasti hluti úttektarinnar er frásagnir af eldri körlum sem fá sínu framgengt með stúlkum á unglingsaldri með því að gefa þeim dóp. Í samtali við Vilborgu Grétarsdóttur, unglingaráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur, sagði Jóhannes að í fjölmiðlum væri „ákveðinni glansmynd" brugðið upp af einstaklingum sem væru greinilega með yngri stelpum. Vilborg tók undir það. „Mér finnst það bara ömurleg þróun. Það er verið að misnota þær ... sjálfsmynd þeirra er brotin, þær upplifa sig skítugar, þær eiga mjög erfitt með að komast út úr þessu, því afleiðingarnar eru svo alvarlegar." Allir sem fylgjast með fjölmiðlum þekkja dæmi um hvernig þekktum ofbeldismönnum hefur verið hossað eins og afreks- eða frægðarfólki. Slíkur fréttaflutningur hefur aftur á móti ekki vakið sérstaklega sterk viðbrögð hjá almenningi eða bitnað á viðkomandi miðlum á sjáanlegan hátt. Fyrir nokkrum árum rak DV ágengari ritstjórnarstefnu en Íslendingar áttu að venjast gagnvart þeim sem komust í kast í lögin og voru þeir sem voru kærðir og/eða dæmdir fyrir alvarleg brot jafnan nafngreindir. Þessi stefna var alla tíð mjög umdeild og varð að lokum beinlínis banabiti blaðsins í þáverandi mynd, eins og frægt er orðið. Getur verið að á Íslandi sé meiri „stemning" fyrir þeim fréttum sem hampa ofbeldismönnum en þeim sem hjóla í þá? Umfjöllun Kastljóss vekur upp margar aðkallandi spurningar um hvaða leiðir eru færar í baráttunni gegn fíkniefnum. Um leið er hún brýn áminning um að ekki er bæði hægt taka sér stöðu með þeim sem missa tökin á lífi sínu vegna fíknar og þeim sem nýta sér eymd þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Undanfarna viku hefur Kastljós RÚV, í samstarfi við Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann, birt úttekt á hlutskipti ungra fíkla á Íslandi og útbreiðslu svonefnds læknadóps þeirra á meðal. Þetta er nöturleg umfjöllun og gefur litla ástæðu til bjartsýni. Viðtöl Jóhannesar við virka fíkla og sláandi myndskeið af því þegar þeir sprauta sig sýna vel þá helstefnu sem líf þeirra sem ánetjast vímuefnum tekur. Allir sem rætt hefur verið við eru á einu máli um að aðgengi að hörðum efnum, sér í lagi læknadópi, hafi aukist og að sprautufíklarnir verði sífellt fleiri og yngri, með tilheyrandi útbreiðslu fylgifiska á borð við HIV, lifrarbólgu C, geðraskanir og fleira. Brotalamirnar í kerfinu virðast margar og alvarlegar; hvernig má til dæmis vera að sami einstaklingurinn geti fengið uppáskrifað hjá lækni morfínlyf í miklu meira magni en hann þarf á að halda, jafnvel hjá sitt hvorum lækninum sama daginn? Stærsti vandinn gagnvart þessari meinsemd er þó líklega fólginn í uppgjöfinni gagnvart henni, sem er alls ekki bundin við kerfið heldur samfélagið allt. Það er hráslagaleg staðreynd að líf þeirra sem ánetjast hörðum fíkniefnum eru ekki mikils metin. Þeir eru ekki aðeins afgangsstærð, heldur beinlínis til ama, svo langt leiddir að þeir komast ekki einu sinni í flokk „ógæfufólks" heldur er notað um þá annað orð sem sneiðir hjá allri mennsku: fíkill. Styrkur umfjöllunar Jóhannesar og Kastljóss er ekki síst fólginn í því að minna okkur á að bak við þetta hugtak, fíkill, er manneskja. Einn óhugnanlegasti hluti úttektarinnar er frásagnir af eldri körlum sem fá sínu framgengt með stúlkum á unglingsaldri með því að gefa þeim dóp. Í samtali við Vilborgu Grétarsdóttur, unglingaráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur, sagði Jóhannes að í fjölmiðlum væri „ákveðinni glansmynd" brugðið upp af einstaklingum sem væru greinilega með yngri stelpum. Vilborg tók undir það. „Mér finnst það bara ömurleg þróun. Það er verið að misnota þær ... sjálfsmynd þeirra er brotin, þær upplifa sig skítugar, þær eiga mjög erfitt með að komast út úr þessu, því afleiðingarnar eru svo alvarlegar." Allir sem fylgjast með fjölmiðlum þekkja dæmi um hvernig þekktum ofbeldismönnum hefur verið hossað eins og afreks- eða frægðarfólki. Slíkur fréttaflutningur hefur aftur á móti ekki vakið sérstaklega sterk viðbrögð hjá almenningi eða bitnað á viðkomandi miðlum á sjáanlegan hátt. Fyrir nokkrum árum rak DV ágengari ritstjórnarstefnu en Íslendingar áttu að venjast gagnvart þeim sem komust í kast í lögin og voru þeir sem voru kærðir og/eða dæmdir fyrir alvarleg brot jafnan nafngreindir. Þessi stefna var alla tíð mjög umdeild og varð að lokum beinlínis banabiti blaðsins í þáverandi mynd, eins og frægt er orðið. Getur verið að á Íslandi sé meiri „stemning" fyrir þeim fréttum sem hampa ofbeldismönnum en þeim sem hjóla í þá? Umfjöllun Kastljóss vekur upp margar aðkallandi spurningar um hvaða leiðir eru færar í baráttunni gegn fíkniefnum. Um leið er hún brýn áminning um að ekki er bæði hægt taka sér stöðu með þeim sem missa tökin á lífi sínu vegna fíknar og þeim sem nýta sér eymd þeirra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun