Túnin verr farin en menn bjuggust við 27. maí 2011 07:00 Gosið á síðustu metrunum. Ástandið á túnum austan Kirkjubæjarklausturs er krítískt og útlit fyrir heyskap svartara en vonast var til. Fjárdauði ekki óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. Hreinsunarstarf hafið af krafti. „Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira