Túnin verr farin en menn bjuggust við 27. maí 2011 07:00 Gosið á síðustu metrunum. Ástandið á túnum austan Kirkjubæjarklausturs er krítískt og útlit fyrir heyskap svartara en vonast var til. Fjárdauði ekki óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. Hreinsunarstarf hafið af krafti. „Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira