Börnin gjalda Steinunn Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2011 09:00 Ástand tanna í íslenskum börnum er því miður mun lakara en í börnum nágrannalandanna, jafnvel er talað um að íslensk börn hafi tvöfalt fleiri tannskemmdir en börn í nágrannalöndunum. Þetta er óheillaþróun sem staðið hefur frá því að horfið var frá því að endurgreiða að fullu kostnað vegna tannlæknakostnaðar barna. Meðan full endurgreiðsla var á tannlæknakostnaði vegna barna var tannheilsa íslenskra barna á pari við það sem sést í nágrannalöndum. Eftir að farið var að hræra í því kerfi seig hins vegar á ógæfuhliðina. Jafnvel þótt kostnaður við tannlæknaþjónustu barna sé greiddur að talsverðum hluta virðist sem hluti foreldra treysti sér ekki til að sækja tannlæknaþjónustu fyrir börn sín. Líklegasta skýringin er sú að of mikil óvissa sé um það hvað heimsóknin muni kosta þá. Sá afgangur sem orðið hefur á fjármagni sem ætlaður er til endurgreiðslu á tannlæknakostnaði barna sýnir vel hvernig foreldrar halda að sér höndum þegar kemur að tannlæknaheimsóknum. Verst af öllu er sú staðreynd að þessi pattstaða kemur niður á tannheilsu barna. Viðbrögð við tímabundnu átaki um gjaldfrjálsar tannviðgerðir barna efnaminni foreldra sýna ljóslega þá miklu þörf fyrir tannlæknaþjónustu við börn sem upp hefur safnast. Fyrir síðustu helgi hafði verið sótt um tannlæknaþjónustu fyrir á sjöunda hundrað börn en tæplega 550 umsóknir höfðu verið samþykktar. Umsóknarfrestur í átakinu rennur út á morgun. Vonandi verður hægt að koma til móts við þessa miklu þörf og sinna þjónustu við öll börnin. Þótt átak um tannviðgerðir barna efnaminni foreldra sé góðra gjalda vert leysir það ekki vandann til lengri tíma. Samningaviðræður standa nú yfir milli Sjúkratrygginga og tannlækna um tannlæknaþjónustu fyrir börn. Þeim viðræðum verður vonandi landað fljótt og vel. Markmiðið hlýtur að vera að allir foreldrar treysti sér til að sækja tannlæknaþjónustu fyrir börn sín og að þeir geti vitað með nokkurri vissu fyrir fram hvað þjónustan muni kosta. Til dæmis er mikill munur á því að greiða fast gjald eins og tíðkast að greiða fyrir læknisheimsókn og því að greiða það sem eftir stendur þegar endurgreidd hafa verið 75 prósent af viðmiðunargjaldskrá sem er lægri en sú sem tannlæknar styðjast í raun við. Ekki þarf að undra að margir foreldrar séu ragir við að sækja þjónustu sem svo óvíst er um hvað muni kosta þá. Fyrir foreldra, hvort sem þeir hafa meiri eða minni efni, má einu gilda hvort það eru tannlæknar eða stjórnvöld sem eru stíf og ófús til samninga. Það sem skiptir máli er að koma tannheilsumálum barna í viðunandi horf. Tannheilsa íslenskra barna er til skammar fyrir íslenskt samfélag. Staðan er ekki síst ömurleg vegna þess að tannheilsa barna var komin í nokkuð þokkalegt horf fyrir svo sem áratug. Verkefnið nú er að snúa bökum saman um að færa tannheilsu íslenskra barna aftur til betra horfs. Það er hægt ef vilji stendur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun
Ástand tanna í íslenskum börnum er því miður mun lakara en í börnum nágrannalandanna, jafnvel er talað um að íslensk börn hafi tvöfalt fleiri tannskemmdir en börn í nágrannalöndunum. Þetta er óheillaþróun sem staðið hefur frá því að horfið var frá því að endurgreiða að fullu kostnað vegna tannlæknakostnaðar barna. Meðan full endurgreiðsla var á tannlæknakostnaði vegna barna var tannheilsa íslenskra barna á pari við það sem sést í nágrannalöndum. Eftir að farið var að hræra í því kerfi seig hins vegar á ógæfuhliðina. Jafnvel þótt kostnaður við tannlæknaþjónustu barna sé greiddur að talsverðum hluta virðist sem hluti foreldra treysti sér ekki til að sækja tannlæknaþjónustu fyrir börn sín. Líklegasta skýringin er sú að of mikil óvissa sé um það hvað heimsóknin muni kosta þá. Sá afgangur sem orðið hefur á fjármagni sem ætlaður er til endurgreiðslu á tannlæknakostnaði barna sýnir vel hvernig foreldrar halda að sér höndum þegar kemur að tannlæknaheimsóknum. Verst af öllu er sú staðreynd að þessi pattstaða kemur niður á tannheilsu barna. Viðbrögð við tímabundnu átaki um gjaldfrjálsar tannviðgerðir barna efnaminni foreldra sýna ljóslega þá miklu þörf fyrir tannlæknaþjónustu við börn sem upp hefur safnast. Fyrir síðustu helgi hafði verið sótt um tannlæknaþjónustu fyrir á sjöunda hundrað börn en tæplega 550 umsóknir höfðu verið samþykktar. Umsóknarfrestur í átakinu rennur út á morgun. Vonandi verður hægt að koma til móts við þessa miklu þörf og sinna þjónustu við öll börnin. Þótt átak um tannviðgerðir barna efnaminni foreldra sé góðra gjalda vert leysir það ekki vandann til lengri tíma. Samningaviðræður standa nú yfir milli Sjúkratrygginga og tannlækna um tannlæknaþjónustu fyrir börn. Þeim viðræðum verður vonandi landað fljótt og vel. Markmiðið hlýtur að vera að allir foreldrar treysti sér til að sækja tannlæknaþjónustu fyrir börn sín og að þeir geti vitað með nokkurri vissu fyrir fram hvað þjónustan muni kosta. Til dæmis er mikill munur á því að greiða fast gjald eins og tíðkast að greiða fyrir læknisheimsókn og því að greiða það sem eftir stendur þegar endurgreidd hafa verið 75 prósent af viðmiðunargjaldskrá sem er lægri en sú sem tannlæknar styðjast í raun við. Ekki þarf að undra að margir foreldrar séu ragir við að sækja þjónustu sem svo óvíst er um hvað muni kosta þá. Fyrir foreldra, hvort sem þeir hafa meiri eða minni efni, má einu gilda hvort það eru tannlæknar eða stjórnvöld sem eru stíf og ófús til samninga. Það sem skiptir máli er að koma tannheilsumálum barna í viðunandi horf. Tannheilsa íslenskra barna er til skammar fyrir íslenskt samfélag. Staðan er ekki síst ömurleg vegna þess að tannheilsa barna var komin í nokkuð þokkalegt horf fyrir svo sem áratug. Verkefnið nú er að snúa bökum saman um að færa tannheilsu íslenskra barna aftur til betra horfs. Það er hægt ef vilji stendur til þess.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun