Vestfirskt flæði og grúv 3. júní 2011 13:00 Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Sjá meira
Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Sjá meira