Aerosmith tekur upp 9. júní 2011 08:00 Ný plata á leiðinni Steven Tyler og félagar í Aerosmith taka upp nýtt efni í næsta mánuði. Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aerosmith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni. Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upptökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tónlistarhátíðinni með hann í fararbroddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aerosmith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni. Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upptökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tónlistarhátíðinni með hann í fararbroddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira