Kaðlar og krúsidúllur 27. júní 2011 16:00 Nordicphotos/afp Brasilíski fatahönnuðurinn Samuel Cirnansck sýndi vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í Sao Paulo fyrr í mánuðinum svo eftir var tekið. Sýning hans þótti áhugaverð, ekki endilega fyrir fötin sjálf heldur hvernig þau voru sýnd. Sýningarstúlkurnar gengu fram í glæsilegum brúðarkjólum og síðkjólum úr silki, keflaðar og múlbundnar með reipum og leðurböndum, ekki ólíkt því þegar Marc Jacobs handjárnaði sýningarstúlkur við Louis Vuitton-töskur fyrr á árinu. Áhorfendur veltu fyrir sér hvort skilaboð Cirnansck væru þau að hjónabandið keflaði konur, hver veit? Allavega gerði framsetningin sýninguna eftirminnilega. Priscilla Darolt hannar undir merkinu Animale og hjá henni kvað við annan tón. Lína hennar þótti afslöppuð og frjálsleg og mátti sjá kvenleg snið, víðar buxur og blússur úr hör og silki. Blár og hvítur voru áberandi litir í bland við ljósgráan. rat@frettabladid.is Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Brasilíski fatahönnuðurinn Samuel Cirnansck sýndi vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í Sao Paulo fyrr í mánuðinum svo eftir var tekið. Sýning hans þótti áhugaverð, ekki endilega fyrir fötin sjálf heldur hvernig þau voru sýnd. Sýningarstúlkurnar gengu fram í glæsilegum brúðarkjólum og síðkjólum úr silki, keflaðar og múlbundnar með reipum og leðurböndum, ekki ólíkt því þegar Marc Jacobs handjárnaði sýningarstúlkur við Louis Vuitton-töskur fyrr á árinu. Áhorfendur veltu fyrir sér hvort skilaboð Cirnansck væru þau að hjónabandið keflaði konur, hver veit? Allavega gerði framsetningin sýninguna eftirminnilega. Priscilla Darolt hannar undir merkinu Animale og hjá henni kvað við annan tón. Lína hennar þótti afslöppuð og frjálsleg og mátti sjá kvenleg snið, víðar buxur og blússur úr hör og silki. Blár og hvítur voru áberandi litir í bland við ljósgráan. rat@frettabladid.is
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira