Spennandi tækifæri 28. júní 2011 18:00 Herborg Eðvaldsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þetta verður skemmtileg upplifun,“ segir Herborg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóðlegu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín. „Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur. Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öflugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfsnámið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni. Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín. „Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hentaði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt er að stækka og minnka eða raða saman eins og skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég er að koma mér upp vinnuaðstöðu og kemst vonandi af stað í haust. Draumurinn er auðvitað að láta fjöldaframleiða hann.“ Nánar má kynna sér verk nemendanna á síðunni atriptothefactory.com. heida@frettabladid.is Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Þetta verður skemmtileg upplifun,“ segir Herborg Eðvaldsdóttir, einn þriggja nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem valdir voru í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. Tilkynnt var um valið á alþjóðlegu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín. „Við fáum fullan aðgang að verkstæðum, efnum og sérfræðingum verksmiðjunnar í þrjár vikur. Það hljómar ekki langur tími en ofnarnir eru öflugir og vinnuferlið gengur hraðar en hér,“ segir Herborg. Hún segir spennandi að fá að kynnast starfsemi svo stórrar verksmiðju og að starfsnámið geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni. Herborg sýndi samsettan blómavasa í Berlín. „Ég var orðin leið á að leita eftir vasa sem hentaði undir blómvendi. Ég gerði því vasa sem hægt er að stækka og minnka eða raða saman eins og skúlptúr. Eins er hægt að snúa stykkjunum við og nota sem kertastjaka,“ segir Herborg, sem sér sjálf um framleiðslu vasans. „Ég er að koma mér upp vinnuaðstöðu og kemst vonandi af stað í haust. Draumurinn er auðvitað að láta fjöldaframleiða hann.“ Nánar má kynna sér verk nemendanna á síðunni atriptothefactory.com. heida@frettabladid.is
Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira