Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni 21. júní 2011 06:00 Lindarvatn úr ölfusi rennur um allan heim Erlendir fjárfestar eiga orðið meira en helming í vatnsfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn á flöskum frá Hlíðarenda við Þorlákshöfn. Fréttablaðið/Anton „Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira