Syngur á Gay Pride í New York 21. júní 2011 16:15 til bandaríkjanna Hera Björk er á leiðinni í tónleikaferð til Bandaríkjanna á vegum Mr. Gay World USA. fréttablaðið/valli „Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Þar kemur hún fram á átta viðburðum í sex borgum, þar á meðal á Gay Pride-göngunni í New York á laugardaginn. Flestir viðburðirnir tengjast undankeppni Mr. Gay World USA þar sem fegursti samkynhneigði karlmaður Bandaríkjanna verður valinn á næsta ári. Hera Björk er opinber söngkona keppninnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu, og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. „Maður þarf að vera ferskur á hverjum degi. Margir halda að þetta sé einhver djammferð en þetta er það alls ekki,“ segir Hera Björk. „Þetta verður alls ekki leiðinlegt en maður verður bara á tánum og með brosið og hárspreyið og allt klárt í „dressunum.“ Með Heru Björk á mörgum viðburðanna verður Michael Holtz sem vann Mr. Gay World USA í fyrra. „Hann er gífurlega fagur amerískur drengur. Hann er eins og fallegur skartgripur bara,“ segir hún og hlær. Eftir ferðalagið um Bandaríkin syngur Hera Björk á einum tónleikum í Þýskalandi áður en hún heldur heim á leið í langþráð frí.- fb Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Þar kemur hún fram á átta viðburðum í sex borgum, þar á meðal á Gay Pride-göngunni í New York á laugardaginn. Flestir viðburðirnir tengjast undankeppni Mr. Gay World USA þar sem fegursti samkynhneigði karlmaður Bandaríkjanna verður valinn á næsta ári. Hera Björk er opinber söngkona keppninnar, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu, og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. „Maður þarf að vera ferskur á hverjum degi. Margir halda að þetta sé einhver djammferð en þetta er það alls ekki,“ segir Hera Björk. „Þetta verður alls ekki leiðinlegt en maður verður bara á tánum og með brosið og hárspreyið og allt klárt í „dressunum.“ Með Heru Björk á mörgum viðburðanna verður Michael Holtz sem vann Mr. Gay World USA í fyrra. „Hann er gífurlega fagur amerískur drengur. Hann er eins og fallegur skartgripur bara,“ segir hún og hlær. Eftir ferðalagið um Bandaríkin syngur Hera Björk á einum tónleikum í Þýskalandi áður en hún heldur heim á leið í langþráð frí.- fb
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira