Uppáhaldssynir og olnbogabörn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. júlí 2011 09:30 Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. „Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka," sagði bæjarstjórinn stoltur. „Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum." Hins vegar spurði Vísir Elliða út í mál karlmanns í Vestmannaeyjum sem situr í gæsluvarðhaldi fyrir að misnota stjúpdóttur sína og tvær aðrar stúlkur. Bæjarstjórinn vildi síður ræða það. „Þetta er mannlegur harmleikur en tengist ekki byggðarlaginu á nokkurn máta." Manneskjulegra samfélag er gjarnan talið til höfuðkosta þess að búa úti á landi; að fámennið hafi í för með sér nánd og samkennd sem ekki er að finna í fjölmenninu í höfuðborginni. Orð bæjarstjórans um uppáhaldsson Vestmannaeyja eru í þessum anda; samfélagið er ein stór fjölskylda og á sem slíkt hlutdeild í afrekum og sigrum sona sinna og dætra. Í síðarnefnda dæminu verður hins vegar algjör viðsnúningur; ódæði sem saklaust barn verður fyrir er afgreitt sem harmleikur sem er byggðarlaginu óviðkomandi. Þetta er undarleg afstaða í ljósi þess að síðarnefnda dæmið er líklegra til að hafa mun djúpstæðari áhrif á samfélagið en hið fyrrnefnda. Vel liðinn heimamaður misnotar traust sitt til að brjóta á börnum. Verri glæp er vart hægt að ímynda sér. Ódæðisverk af þessum toga hafa meiri áhrif á fámennari samfélög en þau fjölmennari að því leyti að þau grafa undan traustinu og öryggiskenndinni, sjálfu samfélagslíminu. Vitaskuld ber bæjarfélagið ekki ábyrgð á ódæðinu en málið kemur því sannarlega við; þolendur gerandans eru hluti af bæjarfélaginu og eiga skilið hluttekningu og athygli þeirra sem mæla fyrir munn samfélagsins ekki síður en þeir sem gera það gott. Viðbrögð bæjarstjórans skýrast sjálfsagt ekki af mannvonsku heldur eru þau dæmi um merkilega algenga hugsanavillu manna í ábyrgðarstöðu á stöðum þar sem kynferðisbrot koma upp, hvort sem það er sveitarfélag, stofnun eða fyrirtæki: að reyna fyrst og fremst að afstýra álitshnekki út á við. Þetta er ýmist gert með því að reyna að kæfa málið, gera lítið úr því eða búa til fjarlægð við það, til dæmis með því að segja að það komi sér ekkert við. Þetta er auðvitað ekki bundið við Vestmannaeyjar, þetta er einfaldlega nýlegasta og nærtækasta dæmið. Hugsanavillan er sú að það eru ekki ódæðisverk einstaklinga sem segja til um heilbrigði samfélags heldur hvernig samfélagið bregst við þeim. Viðbrögð sem miða að því að lágmarka ímyndaðan álitshnekki, í stað þess að sýna þeim sem eiga um sárt að binda hluttekningu, eru því líklegri en ekki til að hafa þveröfug áhrif. Ef smærri samfélög vilja halda þeirri hugmynd á lofti að þau séu eins og ein stór fjölskylda verða þau að vera reiðubúin að taka ekki aðeins þátt í sigrum barna sinna heldur líka áföllum. Forystumenn þeirra skyldu hafa það í huga þegar þeir mæra uppáhaldssynina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. „Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka," sagði bæjarstjórinn stoltur. „Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum." Hins vegar spurði Vísir Elliða út í mál karlmanns í Vestmannaeyjum sem situr í gæsluvarðhaldi fyrir að misnota stjúpdóttur sína og tvær aðrar stúlkur. Bæjarstjórinn vildi síður ræða það. „Þetta er mannlegur harmleikur en tengist ekki byggðarlaginu á nokkurn máta." Manneskjulegra samfélag er gjarnan talið til höfuðkosta þess að búa úti á landi; að fámennið hafi í för með sér nánd og samkennd sem ekki er að finna í fjölmenninu í höfuðborginni. Orð bæjarstjórans um uppáhaldsson Vestmannaeyja eru í þessum anda; samfélagið er ein stór fjölskylda og á sem slíkt hlutdeild í afrekum og sigrum sona sinna og dætra. Í síðarnefnda dæminu verður hins vegar algjör viðsnúningur; ódæði sem saklaust barn verður fyrir er afgreitt sem harmleikur sem er byggðarlaginu óviðkomandi. Þetta er undarleg afstaða í ljósi þess að síðarnefnda dæmið er líklegra til að hafa mun djúpstæðari áhrif á samfélagið en hið fyrrnefnda. Vel liðinn heimamaður misnotar traust sitt til að brjóta á börnum. Verri glæp er vart hægt að ímynda sér. Ódæðisverk af þessum toga hafa meiri áhrif á fámennari samfélög en þau fjölmennari að því leyti að þau grafa undan traustinu og öryggiskenndinni, sjálfu samfélagslíminu. Vitaskuld ber bæjarfélagið ekki ábyrgð á ódæðinu en málið kemur því sannarlega við; þolendur gerandans eru hluti af bæjarfélaginu og eiga skilið hluttekningu og athygli þeirra sem mæla fyrir munn samfélagsins ekki síður en þeir sem gera það gott. Viðbrögð bæjarstjórans skýrast sjálfsagt ekki af mannvonsku heldur eru þau dæmi um merkilega algenga hugsanavillu manna í ábyrgðarstöðu á stöðum þar sem kynferðisbrot koma upp, hvort sem það er sveitarfélag, stofnun eða fyrirtæki: að reyna fyrst og fremst að afstýra álitshnekki út á við. Þetta er ýmist gert með því að reyna að kæfa málið, gera lítið úr því eða búa til fjarlægð við það, til dæmis með því að segja að það komi sér ekkert við. Þetta er auðvitað ekki bundið við Vestmannaeyjar, þetta er einfaldlega nýlegasta og nærtækasta dæmið. Hugsanavillan er sú að það eru ekki ódæðisverk einstaklinga sem segja til um heilbrigði samfélags heldur hvernig samfélagið bregst við þeim. Viðbrögð sem miða að því að lágmarka ímyndaðan álitshnekki, í stað þess að sýna þeim sem eiga um sárt að binda hluttekningu, eru því líklegri en ekki til að hafa þveröfug áhrif. Ef smærri samfélög vilja halda þeirri hugmynd á lofti að þau séu eins og ein stór fjölskylda verða þau að vera reiðubúin að taka ekki aðeins þátt í sigrum barna sinna heldur líka áföllum. Forystumenn þeirra skyldu hafa það í huga þegar þeir mæra uppáhaldssynina.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun