Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring 15. júlí 2011 06:45 Fjöldi skriflegra fyrirspurna berst frá alþingismönnum á hverju þingi. Starfsmenn ráðuneyta þurfa oft og tíðum að leggja nokkra vinnu í svörin með tilheyrandi kostnaði.fréttablaðið/pjetur helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00