Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir 15. júlí 2011 06:00 búfé Krafa um starfsleyfi nær meðal annars til sauðfjárbænda, hrossabænda og þeirra sem reka þjónustu fyrir dýr, svo sem tamningamanna og æfingastöðva fyrir hross, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. fréttablaðið/vilhelm Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30