Tökulið Promotheus í leirbaði 15. júlí 2011 09:00 ánægður hótelstjóri Stjanað er við tökulið kvikmyndarinnar Promotheus á Hótel Náttúru í Hveragerði þar sem Ingi Þór Jónsson er hótelstjóri. „Það er frábært að fá þennan hóp hingað," segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Náttúru í Hveragerði. Tugir fólks úr tökuliði stórmyndar Ridleys Scott, Promotheus, gistir á hótelinu á meðan á tökum stendur hér á landi. „Sérstaðan okkar nýtist þessu vinnusama fólki vel. Við þjónum þessum hópi sem vaknar snemma á morgnana og kemur seint á kvöldin. Margir nýta sér baðhúsið, nuddþjónustuna og leirböðin," segir Ingi Þór.Charlize Theron Hefur ekki enn prófað leirbaðið á hótelinu.Hótelið er í húsakynnum heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og er eingöngu starfandi yfir sumartímann. „Þótt fólkið þurfi að keyra svolítið langt á tökustað virðist það vera mjög ánægt með dvölina hjá okkur. Svo gerum við vel við fólkið líka í mat og drykk." Tökurnar á Promotheus hófust á mánudaginn við rætur Heklu, sem er í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá hótelinu. Charlize Theron fer með eitt af aðalhlutverkunum en að sögn Inga Þórs hafa hvorki hún né aðrir úr leikaraliðinu gist á Hótel Náttúru. Hann segist ekki vita hversu lengi tökuliðið verður á hótelinu. „Kvikmyndaiðnaðurinn er óútreiknanlegur. Við tökum bara þátt í þessu og högum seglum eftir vindi." - fb Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Það er frábært að fá þennan hóp hingað," segir Ingi Þór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Náttúru í Hveragerði. Tugir fólks úr tökuliði stórmyndar Ridleys Scott, Promotheus, gistir á hótelinu á meðan á tökum stendur hér á landi. „Sérstaðan okkar nýtist þessu vinnusama fólki vel. Við þjónum þessum hópi sem vaknar snemma á morgnana og kemur seint á kvöldin. Margir nýta sér baðhúsið, nuddþjónustuna og leirböðin," segir Ingi Þór.Charlize Theron Hefur ekki enn prófað leirbaðið á hótelinu.Hótelið er í húsakynnum heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og er eingöngu starfandi yfir sumartímann. „Þótt fólkið þurfi að keyra svolítið langt á tökustað virðist það vera mjög ánægt með dvölina hjá okkur. Svo gerum við vel við fólkið líka í mat og drykk." Tökurnar á Promotheus hófust á mánudaginn við rætur Heklu, sem er í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá hótelinu. Charlize Theron fer með eitt af aðalhlutverkunum en að sögn Inga Þórs hafa hvorki hún né aðrir úr leikaraliðinu gist á Hótel Náttúru. Hann segist ekki vita hversu lengi tökuliðið verður á hótelinu. „Kvikmyndaiðnaðurinn er óútreiknanlegur. Við tökum bara þátt í þessu og högum seglum eftir vindi." - fb
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira