Fíkniefnahvolpar í hæsta gæðaflokki 16. júlí 2011 08:00 MÆÐGURFíkniefnahundurinn Ella í leik með dóttur sinni Clarissu. Sú síðarnefnda er á leiðinni til Steinars Gunnarssonar yfirhundaþjálfara. „Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Þessi tilraun heppnaðist framar öllum vonum. Ég er búinn að þjálfa þrjá hvolpanna og er að byrja með þann fjórða. Þessir hvolpar standast hæstu gæðakröfur.“ Þetta segir Steinar Gunnarsson, yfirhundaþjálfari embættis ríkislögreglustjóra, um hvolpa fíkniefnahundanna Ellu og Nelsons, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ákveðið var að para hundinn og tíkina, sem bæði eru innflutt, til að freista þess að fá nothæfa fíkniefnahunda undan þeim. Steinar segir tilraunina hafa heppnast svo vel að líkja megi hvolpunum við lottóvinning. Með þessu sparist að minnsta kosti tíu milljónir króna þar sem innfluttir hundar séu mjög dýrir. Þrír eða fjórir unghundanna verða notaðir hjá lögreglu, tveir hjá tollgæslunni og einn fær Fangelsismálastofnun. „Við prófuðum unghundana á útihátíðum um síðustu helgi. Á Eistnaflugshátíðinni komu upp 29 fíkniefnamál. Hundurinn sem við fórum með þangað átti þau flest. Á Bestu útihátíðina fórum við með þrjá hunda og þeir skiluðu stórum hluta fíkniefnamálanna. Meðal hundanna var hundur Fangelsismálastofnunar, sem hefur hlotið nafnið Vinkill. Hann fór alveg á kostum.“ Steinar segir mjög strangar kröfur gerðar til unghundanna og gríðarlega vinnu lagða í þá. Ríkislögreglustjóri vilji reka metnaðarfullt starf hvað alla þætti varði. Mjög góð samvinna sé milli lögreglu, Fangelsismálastofnunar og tollgæslu um þjálfun hundanna sem og öll önnur verkefni. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira