Veggjöld verða sett á eða olíuverð hækkað 16. júlí 2011 08:30 Bensínverð Hátt bensínverð er komið til að vera standist spár starfshóps sem skilað hefur af sér skýrslu um hækkun olíuverðs. Fréttablaðið/valli Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Núverandi gjaldtaka af olíu stendur ekki undir vegakerfi landsins. Uppsafnaður halli síðustu ára er 6 milljarðar króna. Í fjármálaráðuneytinu er nú hugað að því hvernig auka megi tekjur af umferð. Allt kemur til greina í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins: hærri gjöld, að breyta því hlutfalli bensínverðs sem rennur til ríkissjóðs og vegtollar. Starfshópur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs skilaði af sér skýrslu í gær. Helsta niðurstaða hópsins er að hátt eldsneytisverð sé langtímavandamál sem verði ekki leyst með skammtímaaðgerðum svo sem tímabundinni lækkun á álögum. Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í mars síðastliðnum sem gera átti grein fyrir mögulegum viðbrögðum stjórnvalda við olíuverðshækkunum. Formaður hópsins var Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Auk hans sátu í nefndinni fulltrúar frá iðnaðar-, efnahags- og viðskipta-, innanríkis- og umhverfisráðuneyti. „Það virðist vera sameiginlegt mat flestra að olíuverð komi til með að hækka á næstu árum og áratugum. Því teljum við að þetta háa eldsneytisverð sem við höfum verið að sjá sé ekki tímabundin þróun,“ segir Huginn og bætir við: „Við höfum því talið farsælast að stjórnvöld leiti að langtímalausnum eins og gert hefur verið í olíukreppum á fyrri árum.“ Fyrir mati nefndarinnar á því að olíuverð sé líklegt til að hækka áfram eru færðar helst fjórar röksemdir. Má þar nefna að þær tekjur sem eyrnamerktar eru samgöngumálum og fást með vörugjaldi á olíu séu ekki nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Í skýrslunni segir einnig að Ísland þurfi líkt og önnur ríki að bregðast við hækkandi eldsneytisverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Settar eru fram tillögur í þá átt og má þar nefna meiri notkun almennissamgangna og strandsiglinga en nú og innleiðingu frekari skattalegra hvata til að fólk leiti fremur í nýja orkugjafa. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kallað eftir lækkun á álögum hins opinbera á olíu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir tillögurnar rýrar. „Þessi skýrsla kemur í raun ekki með margt nýtt í umræðuna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar því sem fjármálaráðherra ræddi um þegar stofnun starfshópsins var kynnt,“ segir Runólfur og bætir við: „Það er löngu búið að taka ákvörðun um að gera ekkert og þá er miklu hreinna og beinna að segja það frekar en að setja það í umgjörð einhvers starfshóps. Við köllum sem fyrr á aðgerðir til að lækka bensínverð.“ kolbeinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira