Mikil aðsókn í Förðunarskólann 9. ágúst 2011 12:23 „Mikil aðsókn er í haustönnina,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mynd/GVA Skráning stendur nú yfir á haustönn Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mikil aðsókn er í námið sem stendur í fjórtán vikur en að þeim loknum eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Við förum yfir allt sem snertir förðun en þetta er mjög fjölbreyttur bransi,“segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, en haustönnin í skólanum hefst 5. september. „Við förum vel yfir grunninn og kennum tímabilaförðun, airbrush, tísku-, ljósmynda-, sjónvarps- og leikhúsförðun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún. Svanhvít segir nemendur einnig læra hvernig best sé að vinna með fólki í bransanum, leikstjórum og öðrum, enda hafi kennarar Förðunarskólans góða reynslu úr hinum raunverulega heimi. Aðalkennarar skólans eru þrír, þær Svanhvít, Elsa Þuríður Þórisdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Sérsvið Svanhvítar er leikhús-, óperu- og líkamsförðun og hefur hún unnið við það bæði hérlendis og erlendis. „Við leggjum áherslu á að kennarar okkar hafi afar fjölbreytta reynslu,“segir Svanhvít. Hún fær þannig einnig til liðs við sig færa gestakennara. „Sá fyrsti verður Ólöf Benediktsdóttir sem vann sem stílisti hjá Lori Goldstein sem er aðalstílisti hjá japanska, kínverska og ítalska Vogue,“ upplýsir hún og lofar síðan skemmtilegum fyrirlestrum frá ýmsum þekktum aðilum. Förðunarskólinn er sá elsti á landinu, hefur starfað í þrettán ár við góðan orðstír. Svanhvít segir gríðarlega aðsókn vera í námið nú í haust. „Nemendum fjölgaði mikið þegar við breyttum áherslum skólans og bættum við ýmsum sviðum fyrir utan tískuförðun,“ segir Svanhvít. Nemendur vinna að stóru þematengdu lokaverkefni alla önnina en þeir fá einnig raunveruleg verkefni. „Síðasta vetur tóku nemendur þátt í ýmsum verkefnum. Til dæmis förðuðu þeir fyrir söngleikinn Buddy Holly, Frostrósir, forvarnarauglýsingu, forsíðu Vikunnar, fyrir erlenda hárgreiðslumeistara frá L"Oréal og ýmislegt annað,“ telur hún upp. Námið tekur fjórtán vikur, nemendum er skipt í tvo hópa, morgunhóp og kvöldhóp, sem hentar vel þeim sem eru í vinnu. Að lokinni önninni eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Kennsla Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar fer fram að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Frekari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni www.snyrtiakademian.is og á Facebook undir Förðunarskóli snyrtiakademíunnar. Þá má senda póst á skoli@snyrtiakademian.is eða hafa samband í síma 553 7900. Sérblöð Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Skráning stendur nú yfir á haustönn Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mikil aðsókn er í námið sem stendur í fjórtán vikur en að þeim loknum eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Við förum yfir allt sem snertir förðun en þetta er mjög fjölbreyttur bransi,“segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, en haustönnin í skólanum hefst 5. september. „Við förum vel yfir grunninn og kennum tímabilaförðun, airbrush, tísku-, ljósmynda-, sjónvarps- og leikhúsförðun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún. Svanhvít segir nemendur einnig læra hvernig best sé að vinna með fólki í bransanum, leikstjórum og öðrum, enda hafi kennarar Förðunarskólans góða reynslu úr hinum raunverulega heimi. Aðalkennarar skólans eru þrír, þær Svanhvít, Elsa Þuríður Þórisdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Sérsvið Svanhvítar er leikhús-, óperu- og líkamsförðun og hefur hún unnið við það bæði hérlendis og erlendis. „Við leggjum áherslu á að kennarar okkar hafi afar fjölbreytta reynslu,“segir Svanhvít. Hún fær þannig einnig til liðs við sig færa gestakennara. „Sá fyrsti verður Ólöf Benediktsdóttir sem vann sem stílisti hjá Lori Goldstein sem er aðalstílisti hjá japanska, kínverska og ítalska Vogue,“ upplýsir hún og lofar síðan skemmtilegum fyrirlestrum frá ýmsum þekktum aðilum. Förðunarskólinn er sá elsti á landinu, hefur starfað í þrettán ár við góðan orðstír. Svanhvít segir gríðarlega aðsókn vera í námið nú í haust. „Nemendum fjölgaði mikið þegar við breyttum áherslum skólans og bættum við ýmsum sviðum fyrir utan tískuförðun,“ segir Svanhvít. Nemendur vinna að stóru þematengdu lokaverkefni alla önnina en þeir fá einnig raunveruleg verkefni. „Síðasta vetur tóku nemendur þátt í ýmsum verkefnum. Til dæmis förðuðu þeir fyrir söngleikinn Buddy Holly, Frostrósir, forvarnarauglýsingu, forsíðu Vikunnar, fyrir erlenda hárgreiðslumeistara frá L"Oréal og ýmislegt annað,“ telur hún upp. Námið tekur fjórtán vikur, nemendum er skipt í tvo hópa, morgunhóp og kvöldhóp, sem hentar vel þeim sem eru í vinnu. Að lokinni önninni eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Kennsla Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar fer fram að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Frekari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni www.snyrtiakademian.is og á Facebook undir Förðunarskóli snyrtiakademíunnar. Þá má senda póst á skoli@snyrtiakademian.is eða hafa samband í síma 553 7900.
Sérblöð Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira