Hvernig er ferðasagan? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: „Svona lala" eða „allt í lagi" en bæta svo við: „Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!" Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? Svo eru hin, sem segja töfrandi undrasögur, sem fylla eyrun af músík, nefið af lykt og hugann af fögnuði: „Þetta var dásamleg ferð, við upplifðum svo margt. Landslagið var heillandi. Ljósaskiptin voru hrífandi, dans skugga og sólstafa með ólíkindum. Lyktin var þrungin og skerpti ímyndunaraflið. Við fundum þessi fínu veitingahús og ég hlakka til að nota kryddið sem ég keypti." Hefur þú heyrt svona sögur, sem kitla huga og laða fram tilfinningar? Hverjir megna að segja svo heillandi frá? Hvað segja svona ferðasögur um förumanninn jákvæða? Ferðasögur fólks eru ekki aðeins um Ítalíu, Þórsmörk eða Prag. Þær eru fremur frásögur eða túlkun á afstöðu og lífi sögumanna. Fólk, sem segir frá litríkum ævintýrum og getur jafnvel séð í illviðri tilefni til heilabrota, er fólkið sem er tilbúið til að opna á og upplifa dýptina. Þetta fólk er ekki fullkomið og lendir í sorgum eins og aðrir. Það verður fyrir sjúkdómum, þjáist og missir ástvini sína í dauðann eins og við hin. En það hefur í sér þá getu og þjálfun, að geta séð skínandi perlur á sorgarhafsbotni, ljósbrot í myrkri, augnablikshamingju í hremmingum, greint hið hlálega í grafalvarlegum aðstæðum og numið hið dýrlega í veröldinni. Þau, sem segja bara sorglegar ferðasögur tjá oft fremur depurð eigin lífs en óhöpp farinnar ferðar. Sorgarsögur þarf auðvitað að segja og depurð þarf að tjá. En sálarháski leysist ekki með sorglegri ferðasögu! Svo hefur Guð líka sagt merkilega sögu um sig. Ferðasaga Guðs er ekki um lélegt hótel Jörð, töpuð greiðslukort og leiðinlega ferðafélaga, heldur um að lífið er litríkt ástarævintýri, vonbjart og fullt af ævintýrum og furðum til að gleðjast yfir. Getur verið að reisusaga sé gluggi að líðan og lífi þínu? Hvernig er annars ferðasaga þín? Segðu hana gjarnan því hún segir margt um hver þú ert. Hvernig var annars sumarfríið þitt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: „Svona lala" eða „allt í lagi" en bæta svo við: „Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!" Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan? Svo eru hin, sem segja töfrandi undrasögur, sem fylla eyrun af músík, nefið af lykt og hugann af fögnuði: „Þetta var dásamleg ferð, við upplifðum svo margt. Landslagið var heillandi. Ljósaskiptin voru hrífandi, dans skugga og sólstafa með ólíkindum. Lyktin var þrungin og skerpti ímyndunaraflið. Við fundum þessi fínu veitingahús og ég hlakka til að nota kryddið sem ég keypti." Hefur þú heyrt svona sögur, sem kitla huga og laða fram tilfinningar? Hverjir megna að segja svo heillandi frá? Hvað segja svona ferðasögur um förumanninn jákvæða? Ferðasögur fólks eru ekki aðeins um Ítalíu, Þórsmörk eða Prag. Þær eru fremur frásögur eða túlkun á afstöðu og lífi sögumanna. Fólk, sem segir frá litríkum ævintýrum og getur jafnvel séð í illviðri tilefni til heilabrota, er fólkið sem er tilbúið til að opna á og upplifa dýptina. Þetta fólk er ekki fullkomið og lendir í sorgum eins og aðrir. Það verður fyrir sjúkdómum, þjáist og missir ástvini sína í dauðann eins og við hin. En það hefur í sér þá getu og þjálfun, að geta séð skínandi perlur á sorgarhafsbotni, ljósbrot í myrkri, augnablikshamingju í hremmingum, greint hið hlálega í grafalvarlegum aðstæðum og numið hið dýrlega í veröldinni. Þau, sem segja bara sorglegar ferðasögur tjá oft fremur depurð eigin lífs en óhöpp farinnar ferðar. Sorgarsögur þarf auðvitað að segja og depurð þarf að tjá. En sálarháski leysist ekki með sorglegri ferðasögu! Svo hefur Guð líka sagt merkilega sögu um sig. Ferðasaga Guðs er ekki um lélegt hótel Jörð, töpuð greiðslukort og leiðinlega ferðafélaga, heldur um að lífið er litríkt ástarævintýri, vonbjart og fullt af ævintýrum og furðum til að gleðjast yfir. Getur verið að reisusaga sé gluggi að líðan og lífi þínu? Hvernig er annars ferðasaga þín? Segðu hana gjarnan því hún segir margt um hver þú ert. Hvernig var annars sumarfríið þitt?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun