Rolusamfélagið Atli Fannar Bjarkason skrifar 13. ágúst 2011 07:00 Einu sinni var ég yngri og vitlausari en ég er í dag. Þegar ég horfi til baka hlæ ég yfirlætislega að bernskubrekunum, sem fólu meðal annars í sér að klifra upp á hótel til að komast inn á böll og skoða stelpur, drekka tekíla og haga mér eins og fífl á netinu í skjóli nafnleyndar. Nú, meira en áratug síðar, geng ég upp stiga til að skoða stelpur, læt tekíla vera (enda ginmaður) og kvitta undir skoðanir mínar með nafni. Netið og netnotkun hafa þróast hratt síðustu misseri. Þrátt fyrir það gera vefsíður og athugasemdakerfi þeirra ennþá nafnleysingjum kleift að tjá sig með áberandi hætti. Sumir nafnleysingjarnir láta sér nægja að skrifa athugasemdir við fréttir og gæta jafnvel hófs í orðavali. Aðrir reka heilu vefsíðurnar sem ganga út að níða skóinn af nafngreindum einstaklingum og fullyrða lygar nógu oft í þeirru veiku von um að lygin verði sannleikur. Nafnleysingjarnir segjast koma víða við og hvísla um flest það sem mannlegt er. Þeir skýla sér bak við að eiga erfitt með að þegja um það sem þeim er sagt enda að eigin sögn gagnrýnir áhorfendur. Þetta fólk, sem í heigulshætti sínum, notar tölvuskjáinn sem skjöld, tilheyrir samfélagi af aumkunarverðum rolum.Nafnleysingjar, sem láta gamminn geysa um menn og málefni á netinu, hafa ekki einu sinni kjark til að standa með eigin skoðunum. Hvað þá falla. Það er erfitt að vorkenna ekki þessu fólki, sem virðist lifa í stöðugum ótta við eigið sjálf og þorir eflaust ekki að klæða sig eins og það vill og haga sér eins og því sýnist. Nafnleysinginn tekur meira mark á öðrum en sjálfum sér. Glötuð tilvera. Fólk sem er ekki nógu hugað til að kvitta undir það sem það segir er undantekningin sem sannar regluna um tjáningarfrelsið. Þetta fólk ætti að halda kjafti, eða öllu heldur taka lyklaborðin úr sambandi, þangað til það hefur kjark til að koma til dyranna eins og það er klætt — ekki klætt eftir fyrirfram mótuðum hugmyndum annarra meðlima rolusamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Einu sinni var ég yngri og vitlausari en ég er í dag. Þegar ég horfi til baka hlæ ég yfirlætislega að bernskubrekunum, sem fólu meðal annars í sér að klifra upp á hótel til að komast inn á böll og skoða stelpur, drekka tekíla og haga mér eins og fífl á netinu í skjóli nafnleyndar. Nú, meira en áratug síðar, geng ég upp stiga til að skoða stelpur, læt tekíla vera (enda ginmaður) og kvitta undir skoðanir mínar með nafni. Netið og netnotkun hafa þróast hratt síðustu misseri. Þrátt fyrir það gera vefsíður og athugasemdakerfi þeirra ennþá nafnleysingjum kleift að tjá sig með áberandi hætti. Sumir nafnleysingjarnir láta sér nægja að skrifa athugasemdir við fréttir og gæta jafnvel hófs í orðavali. Aðrir reka heilu vefsíðurnar sem ganga út að níða skóinn af nafngreindum einstaklingum og fullyrða lygar nógu oft í þeirru veiku von um að lygin verði sannleikur. Nafnleysingjarnir segjast koma víða við og hvísla um flest það sem mannlegt er. Þeir skýla sér bak við að eiga erfitt með að þegja um það sem þeim er sagt enda að eigin sögn gagnrýnir áhorfendur. Þetta fólk, sem í heigulshætti sínum, notar tölvuskjáinn sem skjöld, tilheyrir samfélagi af aumkunarverðum rolum.Nafnleysingjar, sem láta gamminn geysa um menn og málefni á netinu, hafa ekki einu sinni kjark til að standa með eigin skoðunum. Hvað þá falla. Það er erfitt að vorkenna ekki þessu fólki, sem virðist lifa í stöðugum ótta við eigið sjálf og þorir eflaust ekki að klæða sig eins og það vill og haga sér eins og því sýnist. Nafnleysinginn tekur meira mark á öðrum en sjálfum sér. Glötuð tilvera. Fólk sem er ekki nógu hugað til að kvitta undir það sem það segir er undantekningin sem sannar regluna um tjáningarfrelsið. Þetta fólk ætti að halda kjafti, eða öllu heldur taka lyklaborðin úr sambandi, þangað til það hefur kjark til að koma til dyranna eins og það er klætt — ekki klætt eftir fyrirfram mótuðum hugmyndum annarra meðlima rolusamfélagsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun