Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur 16. ágúst 2011 17:00 Hluti af þáttaröðinni Game of Thrones verður væntanlega tekinn upp hér á Íslandi í lok þessa árs. Sean Bean leikur aðalhlutverkið í þáttunum en íslenski leikarinn Guðmundir Ingi Þorvaldsson var boðaður í prufu fyrir bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Hann á einnig að mæta í prufu fyrir þriðju og fjórðu þáttaröðina í október. Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08