Arnaldur Indriða og lambakjötið Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2011 07:00 Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað „gúrme" veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn. Stödd inni í matvælakælinum í Bónus, þar sem kuldinn er svo mikill að ekki aðeins varnir líkamans síga heldur einnig mörk þess sem telst félagslega viðtekið, byrjaði ég að hrópa: „Bölvaða tollavarða, ríkisstyrkta landbúnaðarkerfið … forpokaðir landbúnaðar-lobbíistar … samkeppnisskerta einokunarsamfélag …" Eiginmaðurinn þoldi greinilega kuldann betur. Enn annt um álit samborgara sinna tók hann að roðna og rétta að mér matvörur af handahófi. „Uss. Við finnum bara eitthvað annað. Hér er kjúklingur. Og þarna er smurostur." Ég var við það að láta hann heyra það þegar upp rann fyrir mér ljós. Töluvert hefur farið fyrir umræðu um leiðir ríkisins til að vernda innlendan landbúnað með tollum og styrkjum. Eins og málið snýr að óbreyttum neytendum virðist oft sem hagsmunum fárra framleiðenda sé hampað á kostnað borgaranna. Vegna búvörukerfisins fengju matargestir mínir til að mynda ekki sælkeramáltíðina sem þeim hafði verið lofuð heldur kjúkling með beikonsmurosti. Hvað það var við ostinn sem olli því að mér varð hugsað til fyrstu bókarinnar sem ég fékk útgefna – ónáttúrulega bleikt boxið; tilhugsunin um svínið sem átti sér eflaust háleit markmið um að meika það sem hamborgarhryggur en endaði sem bragðlítið kurl í smuráleggi – skal ég ekki segja. En hugmyndin var byltingarkennd: Fyrst haftastefna taldist grundvöllur blómstrandi landbúnaðar, hvers vegna ekki að beita þessu fína kerfi á fleiri þætti samfélagsins til að tryggja framgang þeirra? Sem rithöfundur má segja að ég sé framleiðandi. Mætti ekki hlúa að framleiðslu íslenskra rithöfunda með því að banna þýðingar á erlendum bókmenntum á þeim forsendum að þær grafi undan atvinnumöguleikum innlendra höfunda? Ef innfluttar kjötvörur eru taldar ógn við íslenskt lambakjöt, hvers vegna er Dan Brown ekki ógn við Arnald Indriðason? Og hvað með Menningarnótt sem fer fram um næstu helgi? Þar koma fram innfluttir listamenn sem munu draga úr heimsóknum á íslenska viðburði. Má ekki bara setja toll á þá til að halda þeim frá? En svo bráði af mér heilakulið sem hlaust af verunni í kælinum í Bónus… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað „gúrme" veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn. Stödd inni í matvælakælinum í Bónus, þar sem kuldinn er svo mikill að ekki aðeins varnir líkamans síga heldur einnig mörk þess sem telst félagslega viðtekið, byrjaði ég að hrópa: „Bölvaða tollavarða, ríkisstyrkta landbúnaðarkerfið … forpokaðir landbúnaðar-lobbíistar … samkeppnisskerta einokunarsamfélag …" Eiginmaðurinn þoldi greinilega kuldann betur. Enn annt um álit samborgara sinna tók hann að roðna og rétta að mér matvörur af handahófi. „Uss. Við finnum bara eitthvað annað. Hér er kjúklingur. Og þarna er smurostur." Ég var við það að láta hann heyra það þegar upp rann fyrir mér ljós. Töluvert hefur farið fyrir umræðu um leiðir ríkisins til að vernda innlendan landbúnað með tollum og styrkjum. Eins og málið snýr að óbreyttum neytendum virðist oft sem hagsmunum fárra framleiðenda sé hampað á kostnað borgaranna. Vegna búvörukerfisins fengju matargestir mínir til að mynda ekki sælkeramáltíðina sem þeim hafði verið lofuð heldur kjúkling með beikonsmurosti. Hvað það var við ostinn sem olli því að mér varð hugsað til fyrstu bókarinnar sem ég fékk útgefna – ónáttúrulega bleikt boxið; tilhugsunin um svínið sem átti sér eflaust háleit markmið um að meika það sem hamborgarhryggur en endaði sem bragðlítið kurl í smuráleggi – skal ég ekki segja. En hugmyndin var byltingarkennd: Fyrst haftastefna taldist grundvöllur blómstrandi landbúnaðar, hvers vegna ekki að beita þessu fína kerfi á fleiri þætti samfélagsins til að tryggja framgang þeirra? Sem rithöfundur má segja að ég sé framleiðandi. Mætti ekki hlúa að framleiðslu íslenskra rithöfunda með því að banna þýðingar á erlendum bókmenntum á þeim forsendum að þær grafi undan atvinnumöguleikum innlendra höfunda? Ef innfluttar kjötvörur eru taldar ógn við íslenskt lambakjöt, hvers vegna er Dan Brown ekki ógn við Arnald Indriðason? Og hvað með Menningarnótt sem fer fram um næstu helgi? Þar koma fram innfluttir listamenn sem munu draga úr heimsóknum á íslenska viðburði. Má ekki bara setja toll á þá til að halda þeim frá? En svo bráði af mér heilakulið sem hlaust af verunni í kælinum í Bónus…
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun