Ólafur Björn má ekki taka við verðlaunafénu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. ágúst 2011 12:00 Ólafur Björn Lárusson tekur fyrstur Íslendinga þátt í sterkustu atvinnumótaröð heims. Mynd/Nordic Photos/Getty Áhugakylfingar, eins og Ólafur Björn Loftsson, geta samkvæmt reglum um áhugamennsku ekki tekið við verðlaunafé á atvinnumannamótum. Eins og fram kemur á golfsíðu Fréttablaðsins í dag tekur Ólafur fyrstur Íslendinga þátt í sterkustu atvinnumótaröð heims þar sem um 150 kylfingar keppa um 600 milljóna kr. verðlaunafé, og þar af fær sigurvegarinn um 100 milljónir kr. í sinn hlut. Ef svo fer að Ólafur vinni sér inn verðlaunafé á mótinu getur hann ekki tekið við því. Ólafur er að hefja lokaár sitt í Háskóla Norður-Karólínu og hefur hann hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnumaður haustið 2012. Það er mjög algengt að áhugakylfingar fái tækifæri á atvinnumótaröðunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Yfirleitt eru það aðalstyrktaraðilarnir sem fá að bjóða 1-2 kylfingum á „sitt" mót og er mikil eftirspurn eftir slíkum sætum. Kylfingar á borð við hinn þekkta John Daly hafa þurft að stóla á slík boð eftir að þeir hafa misst keppnisrétt sinn á PGA-mótaröðinni. Gæti fengið sjálfkrafa keppnisrétt í tvö árÞað gerist mjög sjaldan að áhugakylfingar nái að sigra á atvinnumóti en það gerði enginn annar en Phil Mickelson síðast fyrir tveimur áratugum. Það er ekki aðeins gríðarlega hátt verðlaunafé sem sigurvegarinn fær með því að sigra á PGA móti. Að auki fær sigurvegarinn sjálfkrafa keppnisrétt í tvö ár fram í tímann og Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 gæti þegið slík verðlaun ef því er að skipta. Aðeins 125 kylfingar eru með fullan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á hverju tímabili en í ár eru um 350 kylfingar með nafnið sitt á peningalistanum. Þeir sem ná ekki að halda sér í hópi 125 efstu í lok tímabilsins þurfa að fara í gegnum erfitt úrtökumót. Ekki miklar líkur á sigri áhugamannsEins og áður segir eru ekki miklar líkur á því að áhugamaður nái að vinna atvinnumót í golfi. Phil Mickelson gerði það síðastur allra á bandarísku PGA-mótaröðinni árið 1991 en frá árinu 1954 hafa aðeins fjórir áhugamenn náð slíkum árangri. Scott Verplank (1985), Doug Sanders (1956), Gene Littler (1954). Sömu sögu er að segja af Evrópumótaröðinni sem hefur vaxið á undanförnum árum og gert atlögu að yfirburðastöðu PGA-mótaraðarinnar. Aðeins þrír áhugakylfingar hafa náð að vinna mót á Evrópumótaröðinni frá því að hún var sett á laggirnar í núverandi mynd árið 1972. Þeir eru Shane Lowry (2009), Danny Lee (2009) og Pablo Martin (2007). Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Áhugakylfingar, eins og Ólafur Björn Loftsson, geta samkvæmt reglum um áhugamennsku ekki tekið við verðlaunafé á atvinnumannamótum. Eins og fram kemur á golfsíðu Fréttablaðsins í dag tekur Ólafur fyrstur Íslendinga þátt í sterkustu atvinnumótaröð heims þar sem um 150 kylfingar keppa um 600 milljóna kr. verðlaunafé, og þar af fær sigurvegarinn um 100 milljónir kr. í sinn hlut. Ef svo fer að Ólafur vinni sér inn verðlaunafé á mótinu getur hann ekki tekið við því. Ólafur er að hefja lokaár sitt í Háskóla Norður-Karólínu og hefur hann hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnumaður haustið 2012. Það er mjög algengt að áhugakylfingar fái tækifæri á atvinnumótaröðunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Yfirleitt eru það aðalstyrktaraðilarnir sem fá að bjóða 1-2 kylfingum á „sitt" mót og er mikil eftirspurn eftir slíkum sætum. Kylfingar á borð við hinn þekkta John Daly hafa þurft að stóla á slík boð eftir að þeir hafa misst keppnisrétt sinn á PGA-mótaröðinni. Gæti fengið sjálfkrafa keppnisrétt í tvö árÞað gerist mjög sjaldan að áhugakylfingar nái að sigra á atvinnumóti en það gerði enginn annar en Phil Mickelson síðast fyrir tveimur áratugum. Það er ekki aðeins gríðarlega hátt verðlaunafé sem sigurvegarinn fær með því að sigra á PGA móti. Að auki fær sigurvegarinn sjálfkrafa keppnisrétt í tvö ár fram í tímann og Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 gæti þegið slík verðlaun ef því er að skipta. Aðeins 125 kylfingar eru með fullan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á hverju tímabili en í ár eru um 350 kylfingar með nafnið sitt á peningalistanum. Þeir sem ná ekki að halda sér í hópi 125 efstu í lok tímabilsins þurfa að fara í gegnum erfitt úrtökumót. Ekki miklar líkur á sigri áhugamannsEins og áður segir eru ekki miklar líkur á því að áhugamaður nái að vinna atvinnumót í golfi. Phil Mickelson gerði það síðastur allra á bandarísku PGA-mótaröðinni árið 1991 en frá árinu 1954 hafa aðeins fjórir áhugamenn náð slíkum árangri. Scott Verplank (1985), Doug Sanders (1956), Gene Littler (1954). Sömu sögu er að segja af Evrópumótaröðinni sem hefur vaxið á undanförnum árum og gert atlögu að yfirburðastöðu PGA-mótaraðarinnar. Aðeins þrír áhugakylfingar hafa náð að vinna mót á Evrópumótaröðinni frá því að hún var sett á laggirnar í núverandi mynd árið 1972. Þeir eru Shane Lowry (2009), Danny Lee (2009) og Pablo Martin (2007).
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira