Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð 20. ágúst 2011 02:30 „Hvaðefsaga“ lesin Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu.fréttablaðið/gva „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira