Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð 20. ágúst 2011 02:30 „Hvaðefsaga“ lesin Meðferðin er talin virka afar vel og segir skipuleggjandi hennar að aðstandendur finni mikinn mun á sínum hjartfólgnu.fréttablaðið/gva „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
„Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. Halldóra hefur skipulagt listasmiðjur fyrir Alzheimers-sjúklinga í Murcia á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún segir markmið smiðjunnar hér vera að bæta líf og sjálfstraust sjúklingsins sem og fjölskyldna, að tengja þátíð og nútíð í gegnum tilfinningaminnið, stuðla að frekari gildum gegn fordómum gagnvart Alzheimers-sjúkdómnum og kynda undir verkefni þar sem mismunandi kynslóðir vinna saman. „Í lok hvers tíma leggur sjúklingurinn mat á afrakstur dagsins, tengsl teikningarinnar og minningarinnar. Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn hrópi: „já, það var svona!,“ segir Halldóra. „Við erum að stuðla að jákvæðu hugarfari og vinna með jákvæðar tilfinningar eins og gleði og hamingju. Það er mikið atriði að tala um tilfinningar og næmið.“ Halldóra segir að smiðjurnar hafi fengið góða dóma erlendis og verið sé að fylgja því eftir með athygli hvað fari þar fram. Smiðjunum lýkur með mikilli veislu þar sem afraksturinn er sýndur. „Þessi endar með útgáfu bókar sem verður framlag þeirra til þjóðfélagsins,“ segir hún. „Það er mikilvægt að enda með einhvers konar sýningu til að sýna fram á að fólkið er verðir þjóðfélagsþegnar þótt það sé haldið sjúkdómnum. Með þessu erum við að sporna við fordómum.“ Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni fyrir hópinn, níu manns á aldrinum 65 til 85. „Þetta er hið merkilegasta starf sem hér er verið að vinna,“ segir Þórarinn. „Ég les þessa sögu í byrjun og síðan er hún notuð eins og kveikja að því að sjúklingarnir skerpi á sínu eigin minni um eitthvað sem tengist sögunum.“ Minnismóttakan á Landakoti og félagið FAAS, í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Þjóðarbókhlöðuna, standa fyrir verkefninu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira