Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann 20. ágúst 2011 09:00 Fá ekki að hitta Jóhönnu Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdáendurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætisráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa-aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tónleika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, sagði bón Ástralanna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirnar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum "78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðanæva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrárbreytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnarskrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi samkynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferðamennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs draumalands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira