Ferðamenn aldrei verið fleiri 23. ágúst 2011 05:30 ferðamenn Útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi hér á landi um 20 prósent frá árinu 2010. Alls munu um 600 þúsund manns sækja landið heim. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira