Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi 23. ágúst 2011 06:30 Guðrún Ögmundsdóttir Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum.fréttablaðið/e.ól. Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira