Skólastjórinn er svartsýnn 23. ágúst 2011 05:00 Hilmar Oddsson Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmyndaskóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira