Mugison flytur á mölina 23. ágúst 2011 10:15 Kominn suður Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur.Fréttablaðið/Stefán Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið