Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark 24. ágúst 2011 06:00 hólmsheiði Ríkið á lóð á Hólmsheiði þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að nýtt fangelsi verði byggt. „Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira