Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París 24. ágúst 2011 08:15 Rebekka Jónsdóttir hannar undir merkinu REY og er á leiðinni á tískuvikuna í París í fyrsta sinn ásamt íslensku merkjunum Kalda, Eygló, Helicopter og Shadow Creatures. Fréttablaðið/vilhelm „Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira