Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga 25. ágúst 2011 04:45 Fiskveiðar Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi.Fréttablaðið/GVA Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir.
Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00