Tónlist

Airwaves á Akureyri

Of Monsters and Men Sigursveit Músíktilrauna árið 2010 er ein þeirra sveita sem troða upp á Græna hattinum á Airwaves-tónleikum á laugardaginn.Fréttablaðið/Stefán
Of Monsters and Men Sigursveit Músíktilrauna árið 2010 er ein þeirra sveita sem troða upp á Græna hattinum á Airwaves-tónleikum á laugardaginn.Fréttablaðið/Stefán
Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum.

Tónleikarnir verða á Græna hattinum og það verða Of Monsters And Men, skagfirska sveitin Contalgen Funeral og Ljósvaki sem troða upp. Húsið opnar klukkan 21 og það er ókeypis inn.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Iceland Airwaves segir að tónlistarmenn og tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu horfi með öfundaraugum til Græna hattsins sem sé einn albesti tónleikastaður landsins. Staðurinn yrði eflaust nýttur á hátíðinni ef hann væri 300 kílómetrum nær miðbæ Reykjavíkur en raun ber vitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×