Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi 26. ágúst 2011 02:00 sverrir viðar hauksson Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“ Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira