Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda 26. ágúst 2011 04:00 Eggert Benedikt Guðmundsson Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira