Keppnisþörf liggur í loftinu 30. ágúst 2011 11:00 Crossfit-þjálfarar í Crossfit Iceland. Mark Johnson, Guðrún Selma Steinarsdóttir, Fanney Sigurgeirsdóttir og Steinar Þór Ólafsson kenna öll í World Class. Mynd/Bent Marinósson Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. Crossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósanlegt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkamann á allan hátt. „Þetta er ekkert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda alhliða hreyfingu og læra rétta líkamsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit-þjálfararéttindi. Hin eru Guðrún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Markússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síðastnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Camp og byrjaði svo í Crossfit, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina heldur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, atriði úr frjálsum íþróttum og klifur í köðlum. Svo er hlaupið, hjólað, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heimsmeistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallslega fleiri hér á landi sem aðhyllast Crossfit en nokkurs staðar annars staðar. Það eru til dæmis bara örfáar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringlunni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbraut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hingað saman eftir skólann.“ Fanney grípur það á lofti. „Já, við viljum skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnisþörf liggur í loftinu en þó einkum samstaða og góður andi. Þá ætti að vera fínt fyrir unglingana að koma hér við áður en þeir fara heim.“ Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. Crossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósanlegt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkamann á allan hátt. „Þetta er ekkert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda alhliða hreyfingu og læra rétta líkamsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit-þjálfararéttindi. Hin eru Guðrún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Markússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síðastnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Camp og byrjaði svo í Crossfit, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina heldur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, atriði úr frjálsum íþróttum og klifur í köðlum. Svo er hlaupið, hjólað, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heimsmeistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallslega fleiri hér á landi sem aðhyllast Crossfit en nokkurs staðar annars staðar. Það eru til dæmis bara örfáar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringlunni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbraut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hingað saman eftir skólann.“ Fanney grípur það á lofti. „Já, við viljum skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnisþörf liggur í loftinu en þó einkum samstaða og góður andi. Þá ætti að vera fínt fyrir unglingana að koma hér við áður en þeir fara heim.“
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira