Húsgagnaframleiðandinn Herman Miller, sá næststærsti í heiminum, fékk nýlega svissneska iðnhönnuðinn Yves Béhar til að hanna fyrir sig Sayl-skrifstofustólinn. Stóllinn átti að vera afburða fallegur, sterkur, þægilegur og hannaður með fyrsta flokks vinnuvistfræði og virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi.
Behár varð innblásinn af lögmálum Golden Gate-brúarinnar í hönnuns stólsins. Rammalaust bakið veitir frelsi til liðlegra hreyfinga á meðan þétt net efnisins styður vel við bakið.
Skrifstofustóll innblásinn af Golden Gate
