Skógafoss tvöfaldar flutningsgetu Eimskips til og frá Norður-Ameríku 30. ágúst 2011 13:00 Mikil eftirspurn er eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu vegna stóriðjuframkvæmda vestra, að sögn Matthíasar Matthíassonar framkvæmdastjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi." Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi."
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent