Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata 1. september 2011 03:30 Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi.Fréttablaðið/Pjetur Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira